Dæmi um hvernig best er að vinna viðhaldsáætlun

Viðhaldskerfið leiðir notandann áfram skref fyrir skref en gott getur verið að hafa dæmi um viðhaldsáætlun þegar stigin eru fyrstu skrefin við gerð áætlunar í kerfinu.
Notandi viðhaldskerfisins ætlar í þessu dæmi að búa sér til áætlun fyrir viðhald utanhúss. Húsið er steinhús, tekið í notkun árið 1962 og er 426 m2 að brúttó stærð.

Fyrsta skrefið í gerð viðhaldsáætlunar er að

1. Stofna viðhaldsverk hússins sem um ræðir. Þar næst er stofnuð 2. Langtíma viðhaldsáætlun og að lokum 3. Viðhaldsáætlun fyrir einstök ár.

Nú verður farið yfir hvernig þetta fer fram og er gengið út frá því að gerð sé í upphafi stöðluð viðhaldsáætlun til að vinna út frá, þar sem það sparar mikla vinnu og stuðlar að því að ekkert gleymist. Tekið skal fram að einnig er hægt að vinna út frá tómri áætlun, sem ekki er lýst hér.

1. Stofna viðhaldsáætlun

Notandinn fer inn Viðhaldskerfið og velur skipunina „Stofna nýtt verk“. Hann skráir það nafn á verkinu sem hann ákveður og velur síðan „OK“. (Næst þegar hann fer inn í kerfið þá sér hann það verk á skjámum og önnur sem hann hefur stofnað í kerfinu og getur þá valið verk þar sem hefur verið stofnað eða stofnað nýtt verk).
Nú er notandinn staddur á síðu sem nefnist „Grunnupplýsingar“ og þar skráir hann grunnupplýsingar verksins svo sem verknúmer, stutta lýsingu, nafn eiganda, fastanúmer fasteignarinnar o.s.frv. Gott er að fylla út upplýsingar, m.a. vegna þess að þær koma síðan fram sjálfkrafa á öðrum síðum kerfisins. Þarna getur notandinn fært inn mynd af húsinu, sem kemur þá fram á skjánum þegar unnið er í viðhaldskerfi þess. Einnig má færa þarna inn ýmsar aðrar upplýsingar um húsið (verkið). Munið að vista þessar færslur með því að velja „diskettuna“ í hausnum til að festa þær inni í verkinu.

2. Gera langtíma viðhaldsáætlun

( Smellið á mynd til að skoða nánar )

Notandinn velur kafla 4.2 Langtímaáætlun og velur þar „Viðhaldsáætlun (grunnkerfi og notendakerfi)“. Í reitinn “Forsendur” færir hann inn viðhaldstíma hússins í árum (sjálfvalin eru 80 ár) og í reitinn “Byggingu lokið” dagsetningu og ár, t.d. 01-07-1962. (Gætið þess að nota þetta form). Valin er síðan diskettan í hausnum til að festa dagsetninguna inni.

Næst velur notandinn hvernig áætlun hann ætlar að útbúa og velur þar „Stöðluð viðhaldsáætlun“ og undir „Tegund framkvæmda“ velur hann „Stöðluð viðhaldsáætlun“ í flettiglugga og færir inn nafn á áætluninni og í reitinn „Heiti áætlunnar“. „Stærð“ í brúttó m2 færir hann inn og velur síðan skipunina „Útbúa áætlun“.

Nú er notandinn búinn að búa til Langtíma viðhaldsáætlun fyrir húsið miðað við stærð þess og gerð og staðlaðar forsendur. Á „Viðhaldslista til langs tíma“ sést hverjir viðhaldsflokkar áætlunarinnar eru og hvenær viðhald þeirra skuli fara fram, miðað við flokkun og líftíma viðhaldsþáttanna og einnig sést hvað áætlað er að viðhaldskostnaðurinn verði hvert ár líftíma hússins (80 ár). Þessi áætlun gefur ágæta hugmynd um hver viðhaldskostnaður hússins verður á meðan húsið endist og viðhaldi þess er sinnt eðlilega.

Grunnáætlun

Næsta verkefni er að aðlaga áætlunina að því húsi sem verið er að gera viðhaldsáætlun fyrir og er það gert í grunnáætluninni.
Valin er skipuninni „Opna grunnáætlun“ og er notandinn þá staddur í forminu „Verkið og Byggingarlykillinn“ Þar má nú lesa þá þætti og það magn sem staðlaða áætlunin gerði ráð fyrir og fer notandinn yfir þá og tekur afstöðu til hvort þeir eigi við hans hús og hvaða magn eigi við í hverjum þeirra.
Í dálkinum lengst til hægri „Verð alls“ sést hvaða þáttum staðlaða áætlunin reiknaði með í áætlun sinni, en þar er þá einhver upphæð. Notandinn tekur afstöðu til hvers þáttar, hvort hann eigi við uppfærir magn þáttanna til samræmis við sitt hús. Ef þátturinn á ekki við fjarlægir hann magn hans.
Þetta er gert þannig að klikka á þríhyrninginn fremst í dálknum „Liður“ og birtast þá undirliðir þess liðar. Farið er inn í undirliðina á sama hátt og birtast þá þeir magntöluliðir sem unnið er með á áður nefndan hátt. Notandinn breytir þeim tölum sem birtast, þannig að þeir passi við hús hans. Munið að ýta á „Enter“ eftir hverja breytingu til að festa breytinguna á útreikningnum inni í áætluninni.

Til að bæta þáttum við áætlunina, sem finna má í verðbankanum, er hann valinn með því að færa inn magn í dálkinn „Magn“ og bætist hann þá við áætlunina. Á sama hátt má fella niður þætti með því að fjarlægja magntölu þess þáttar eins og áður var nefnt.

3. Viðhaldsáætlun fyrir einstök ár

( Smellið á mynd til að skoða nánar )

Þegar notandinn vinnur viðhaldsáætlun fyrir árið þá fer hann inn í kafla “4.2 Langtímaviðhaldsáætlun” og velur þar viðkomandi ár í reitnum „Veldu ár“, í þessu dæmi árið 2018. Valin er skipunin „Opna (2018) áæltun“ og er notandinn þar með kominn inn í ársáætlunina fyrir árið 2018 með áður nefndri breytingu, sem búið var að ákveða.

Þar sem hann ætlar að gera viðhaldsáætlun fyrir utanhússviðhald hússins eingöngu og fyrir utan þak, þá byrjar hann á að eyða þeim flokkum sem ekki eiga við. Það gerir hann þannig að velja flokkinn og síðan skipunina „Eyða flokknum“ sem er neðst á skjánum. Þetta flýtir oftast fyrir áætlanagerðinnii.

Eins og í grunnáætluninni má gera breytingar og eru þær gerðar á sama hátt og þar er lýst.

Nokkrir magntöluþættir í “Almenna kaflanum” eru reiknaðir sem álag á aðra magntöluliði og til að breyta þeim þáttum þarf að fjarlægja prósentu þeirra. Eftir það þá má breyta þeim á sama hátt og öðrum magntöluþáttum. Prósentutalan birtist lengst til hægri í magntöluþættinum.

Í ársáætluninni getur þú nú unnið og gert allar þær breytingar sem þú vilt án þess að það hafi áhrif á langtímaáætlunina, fellt niður þætti, breytt þáttum, bætt við þáttum o.s.frv.

Frágangur

Áætlunin er prentuð út með því að velja PDF merkið í hausnum og má prenta hana sem kostnaðaráætlun, tilboð eða útboð. Einnig má prenta út verklýsingar liðanna og nota þær sem hluta af útboðsgögnum eða verksamningi og er það gert í Grunnáætluninni eða í Ársáætluninni.

Að öðru leyti er hér vísað á notendaleiðbeiningar viðhaldskerfisins.

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna og við svörum þér um hæl!